
Virðiskeðja
Stefna, viðskiptamódel og virðiskeðja SBM-1
Norðurál hefur skýra stefnu og viðskiptamódel sem byggir á ábyrgri álframleiðslu með lágu kolefnisspori. Norðurál fylgir sjálfbærnistefnu og íslenskum lögum og reglum. Áherslurnar eru í samræmi við alþjóðleg viðmið og endurspeglast í markmiðum félagsins í orkunýtingu, úrgangsstjórnun og öryggi á vinnustað.
Norðurál nýtir 100% endurnýjanlega orku frá íslenskum orkufyrirtækjum og leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og langtímasamstarf við viðskiptavini sem gera kröfur um ábyrg hráefni. Þannig gefst fyrirtækinu tækifæri að styðja við hringrásarhagkerfi og sjálfbærni í byggingariðnaði, bílaframleiðslu og rafmagnsflutningum.
Virðiskeðjan er mótuð af kröfum um umhverfislega og félagslega ábyrgð, og sjálfbærni er samþætt stefnumótun, samningum við birgja og þjónustu við viðskiptavini.
Fyrirtækið vinnur markvisst að því að:
- Lágmarka umhverfisáhrif, sérstaklega kolefnislosun (með áherslu á Scope 1, 2 og 3),
- Tryggja öryggi og velferð starfsfólks og samfélaga,
- Bjóða upp á álframleiðslu með lágu kolefnisspori,
- Eiga traust og gagnsætt samstarf við birgja og viðskiptavini.
Stefna – Hagsmunir og viðhorf hagaðila SBM-2
Kjarninn í samfélagsábyrgð Norðuráls miðar að því að skapa verðmæti á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar, með jákvæðum áhrifum á samfélagið. Samskipti okkar við hagaðila byggjast á skuldbindingu um gagnsæ og heiðarleg samskipti, enda mikilvægur þáttur í áframhaldandi velgengni fyrirtækisins. Samstarf og verklag, þ.m.t. tíðni samstarfs, fer eftir eðli og hagsmunahópum. Samskiptaáætlun liggur að baki samskiptum, og samstarfs- og framkvæmdaverkefni eru skráð í stjórnkerfum Norðuráls. Birgjum okkar og verktökum er skylt að fylgja stöðlum Norðuráls í öryggis- og umhverfismálum sem og viðskiptasiðferði. Við kunnum að meta endurgjöf frá hagaðilum okkar og bregðumst við fyrirspurnum.
Sjá nánar í hagaðilakafla hér [BÆTA INN HLEKK]
Áhrif, áhættur og tækifæri í virðiskeðju SBM-3
Rekstrarafkoma félagsins er háð á verði á alþjóðamarkaði á áli sem getur verið sveiflukenndur og háður mörgum þáttum sem félagið hefur ekki stjórn á. Verð á seldu áli samanstendur af þremur þáttum: (i) grunnverði, sem byggir á skráðu verði á LME markaði; auk (ii) álagi sem leggst við verð þegar selt er til Evrópu; auk (iii) hvers kyns virðisaukandi álags. Hver þessara þriggja þátta hafa sína eigin drifkrafta á breytileika. Verð á áli ræðst meðal annars af framboði og eftirspurn á heimsvísu, birgðastigi, spákaupmennsku markaðsaðila, hvað er framleitt á alþjóðlegum mörkuðum, pólitískum og efnahagslegum aðstæðum, svo og hráefnis- og öðrum framleiðslukostnaði. Þessir þættir geta verið mjög breytilegir og leitt til verulegra sveiflna á verði á mörkuðum.
Versnandi efnahagsástand á heimsvísu getur haft slæm áhrif á eftirspurn og þar með á verð á áli. Hvers konar óvissa, þar á meðal stigmögnun svæðisbundinna átaka, meiriháttar lýðheilsuvandamál eða aðrir óvæntir atburðir sem gæti leitt til samdráttar á eftirspurn eftir áli. Slíkir atburðir geta einnig haft valdið truflunum á starfsemi, á aðfangakeðju eða haft áhrif á framboð á vinnuafli.
Lækkun á álverði gæti valdið því að dregið sé úr framleiðslu eða til þess að gripið verði til aðgerða til að draga úr framleiðslukostnaði, þar með talið frestun á fjárfestingum og viðhaldskostnaði og mögulega fækkun á fjölda starfsmanna. Framangreint getur haft skaðleg áhrif á lausafjárstöðu félagsins, möguleika á aðgengi að lánsfjármagni og á rekstrarafkomu félagsins.
Raforka er einn af stærsti þátturinn í framleiðslukostnaði áls. Þar af leiðandi er framboð á raforku og að hún sé á samkeppnishæfu verði, mikilvægt fyrir starfsemi Norðuráls. Truflanir á raforkuafhendingu hefur verulega áhrif á rekstur og rekstarafkomu félagsins.
Launakostnaður, skattagreiðslur og ákveðinn annar kostnaður er í íslenskum krónum á meðan meirihluti tekna okkar er í USD. Þessir þættir tengjast allir eðlilegri starfsemi félagsins. Óhagstæðar breytingar á þessum þáttum gætu haft verulega áhrif á rekstrarafkomu
Áskoranir í virðiskeðjunni
- Hátt kolefnisspor sumra aðfanga, einkum kolefnisrafskauta og bauksíts.
- Tæknilegar og fjárhagslegar hindranir við innleiðingu hringrásarlausna.
- Aukin krafa um gagnsæi og rekjanleika í aðfangakeðju frá stjórnvöldum og kaupendum.
Tækifæri sem tengjast virðiskeðju
- Vaxandi eftirspurn eftir áli með lágu kolefnisspori, sérstaklega í Evrópu.
- Hækkandi virði rekjanlegrar og umhverfisvænnar framleiðslu – möguleiki á grænni verðlagningu.
- Aukin nýting endurunnins hráefnis og þróun á vistvænum framleiðsluaðferðum.
- Stafræn umbreyting og nýsköpun, m.a. með innleiðingu stafrænna eftirlitskerfa sem bæta mælingar, rekjanleika og skilvirkni.
Norðurál vinnur markvisst að því að lágmarka áhrifin og nýta tækifærin með:
- Skýrri stefnu um kolefnishlutlausa framleiðslu með nýtingu 100% endurnýjanlegrar orku,
- Innleiðingu á umbótaverkefnum í rekstri og ferlum (m.a. endurvinnslu),
- Samstarfi við birgja um ábyrg innkaup og lækkun á Scope 3 losun,
- Skilgreindum mælanlegum markmiðum og samþættingu sjálfbærni í rekstrarstefnu og áhættustýringu.