Ert þú efni í liðsstjóra? Við leitum að liðsstjóra fyrir C-vakt kerskála

Liðsstjóri er fyrirmynd starfsmanna

Starfssvið - Hópstjórnun og liðsmaður viðhaldsteymis * Fylgja eftir öruggum aðstæðum * Skipulagning og virk þátttaka í viðhaldsverkefnum * Yfirsýn yfir stöðu verka og starfsstöðva * Þjálfun starfsmanna

Menntunar- og hæfniskröfur - Sterk öryggisvitund og fagleg vinnubrögð * Ábyrgð og metnaður * Frumkvæði og leiðtogahæfni * Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum * Skilningur á vinnuleiðbeiningum og að starfað sé eftir þeim * Góð almenn tölvukunnátta * Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla í framleiðslu

Umsóknarfrestur er til 28. september næstkomandi. Leggja skal inn umsókn á www.nordural.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Sigfús A. Jónsson vaktstjóri í síma 6969553

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega heldur eru þær geymdar í þrjá mánuði. Þeim er síðan eytt nema þú uppfærir umsóknina og þar með framlengir gildistíma umsóknar.

Hafir þú áður sent inn umsókn sem þú vilt breyta á einhvern hátt getur þú smellt á hlekkinn hér að neðan.Viltu vera í öflugu liði Norðuráls?

Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru ríflega 600, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga með fjölbreytta menntun, iðnaðarmenn og ófaglærðir starfsmenn sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.

 

Ráðningarferli

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.