Spennandi sumarstörf

Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Menntunar- og hæfnikröfur:

18 ára lágmarksaldur

Mikil öryggisvitund og árvekni

Heiðarleiki og stundvísi

Góð samskiptahæfni

Dugnaður og sjálfstæði

Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf að hafa sveinspróf eða vera langt komið í námi í viðeigandi fagi

Bílpróf er skilyrði

Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 560.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf.

Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar.

Mikilvægt er að fylla umsóknarformið vel út og taka fram í umsókn ef óskað er eftir öðru en starfi í framleiðslu. Hægt er að senda ferilskrá og mynd í viðhengi með umsókn.

Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Guðrúnu Hjaltalín í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega heldur eru þær geymdar í þrjá mánuði. Þeim er síðan eytt nema þú uppfærir umsóknina og þar með framlengir gildistíma umsóknar.

Hafir þú áður sent inn umsókn sem þú vilt breyta á einhvern hátt getur þú smellt á hlekkinn hér að neðan.Viltu vera í öflugu liði Norðuráls?

Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru ríflega 600, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga með fjölbreytta menntun, iðnaðarmenn og ófaglærðir starfsmenn sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.

 

Ráðningarferli

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.