Öryggi

 

Hjá Norðuráli eru öryggismál forgangsatriði. Allir starfsmenn og verktakar eru upplýstir um skyldur sem varða heilsu þeirra og öryggi og séð er til þess að allir fái næga fræðslu og þjálfun til að uppfylla þessar skyldur. Jafnframt er ætlast til þess að hver og einn leysi verk sín af hendi í samræmi við öryggiskröfur og sé ávallt hæfur til sinna starfa. Öryggi í starfi og árvekni gagnvart öryggi vinnufélaganna eru skilyrði til starfa hjá Norðuráli og forsenda góðs vinnuanda.

 

Ál og samgöngur

Um fjórðungur álnotkunar heimsins í flutninga- og farartækjaiðnaði.

40 milljónir bíla eru framleiddar á ár hvert. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla verið lögð á að létta þá og draga úr orkunotkun og mengun. Þar eru yfirburðir álsins miklir. Vegna lítillar eðlisþyngdar áls verða farartæki mun léttari en ella og því stuðlar notkun áls að minni útblæstri koldíoxíðs og þar með minni áhrifum gróðurhúsalofttegunda.

Þá er ál einnig vinsælt í framleiðslu flugvéla. Vaxtarmöguleikarnir eru eigi að síður minni þar enda aðeins framleiddar um þúsund flugvélar í heiminum á ári.

Notkun áls í lestum fer stöðugt vaxandi og ál er einnig notað í reiðhjól og fley af ýmsu tagi. Ál gegnir mikilvægu hlutverki í skipasmiði enda færist þyngdarpunktur skipa neðar þegar ál er notað í yfirbyggingu og þar með verða skipin stöðugri.