Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls

Þrjátíu nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls 19. maí, fimmtán úr grunnnámi og fimmtán úr framhaldsnámi.

Stóriðjuskóli Norðuráls hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og 95 hafa útskrifast. Tilgangur skólans er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.

Um 40% þeirra sem hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum hafa haldið áfram í námi. Stór hluti nemenda sem hafa útskrifast úr grunnnámi sækja um inngöngu í framhaldsnám Stóriðjuskólans og margir hafa farið í iðnnám. 

Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.

 

 

 

 

Senda á Facebook