Mikil samstaða um aðgerðir í loftslagsmálum

 

 

Norðurál er eitt 103 fyrirtækja og stofnana sem hafa skuldbundið sig til draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs, auk þess að mæla árangur og miðla upplýsingum um stöðu mála.


Síðustu ár hefur Norðurál náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og erum við í hópi þeirra álvera sem best standa sig á heimsvísu. Undirskrift yfirlýsingarinnar miðar að því að ná enn frekari árangri sem samræmist vel rekstraráætlun og markmiðum fyrirtækisins.

 

Forsvarsmenn fyrirtækjanna undirrituðu yfirlýsinuna í Höfða í Reykjavík en ætlunin er að afhenda hana á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Þar verður Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC) samþykktur, en markmið hans er að sporna við hnattrænni hlýnun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

17.11.15

 

Senda á Facebook