Framleiðsluaukning með straumhækkun

Norðurál undirbýr aukningu framleiðslu í álverinu á Grundartanga með frekari straumhækkun.


 Umhverfisstofnun hefur gert tillögu að nýju starfsleyfi sem gerir ráð fyrir að framleiðslan geti orðið allt að 350 þúsund tonn á ári, en hún var rétt tæp 300 þúsund á síðasta ári. Jafnframt vinnur Hvalfjarðarsveit að breytingu á skipulagi.

,,Við erum að reyna að auka hagkvæmni rekstursins á Grundartanga og auka samkeppnishæfni hans til lengri tíma," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, í viðtali við Morgunablaðið.

Sjá frétt hér 

Senda á Facebook