Góður árangur

Rannsóknir á loftgæðum, ferskvatni, lífríki sjávar, gróðri og búfénaði staðfesta að áhrif álvers Norðuráls á lífríkið eru óveruleg.  


Umhverfisvöktun á Grundartanga er með umfangsmestu umhverfisrannsóknum á Íslandi. Allt frá því Norðurál hóf rekstur á Grundartanga árið 1997 hefur verið fylgst náið með áhrifum álversins á umhverfi sitt.

Í núverandi mynd felur vöktunin í sér eftirlit með 80 mæliþáttum í og við Hvalfjörð. Rannsóknirnar eru framkvæmdar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri óháðum aðilum.Þeir þættir sem eru vaktaðir eru andrúmsloft, úrkoma, ferskvatn,kræklingur,sjávarset, fléttur á klapparreitum, gras, lauf, barr, hey, sauðfé og hross.

Niðurstöður umhverfisvöktunar árið 2014 sýna að losun óæskilegra efna og áhrif álversins á umhverfi sitt eru undir öllum viðmiðunarmörkum sem fyrirtækinu er sett í starfsleyfi og reglugerðum.

 

Til álvera á Íslandi eru gerðar miklar kröfur af umhverfisyfirvöldum og eru þær meðal þeirra ströngustu í heimi.

 

Niðurstöður annarra úttekta staðfesta ennfremur að rannsóknir hjá Norðuráli séu áreiðanlegar og gefi góða mynd af umhverfisáhrifum fyrirtækisins.

Umhverfisstjórnunarkerfi Norðuráls er vottað skv. alþjóðlega ISO 14001 staðlinum. Vottunin er liður í því að halda utan um og lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Stöðugt endurmat og endurbætur á ferlum fyrirtækisins á sviði umhverfismála er tryggt.

 

Skýrsla Umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og allar sérfræðiskýrslur eru aðgengilegar HÉR.

 

07.05.2015

 

Senda á Facebook