Eftirsótt sumarstörf

Um 600 umsóknir bárust vegna þeirra 170 sumarstarfa sem eru í boði hjá Norðuráli á Grundartanga.


Umsóknarfrestur rann út í byrjun febrúar en stefnt er á að nýliðanámskeið og þjálfun hefjist í þessum mánuði. Þar er aðaláhersla lögð á verklag sem tryggir öryggi og lágmarkar umhverfisáhrif.

 

Mikill fjöldi sumarfólks kemur til starfa að nýju hjá Norðuráli og því ber auðvitað að fagna. Þá virðist kynjahlutfall verða jafnt meðal sumarstarfsfólks sem er í takt við stefnu fyrirtækisins.

 

Norðurál er einn stærsti vinnustaður Vesturlands en í álverinu starfa um 600 manns að jafnaði við ýmis störf.

 

09.03.2015

Senda á Facebook