Deildarstjóri umhverfismála

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

Umsjón með eftirliti og þróun umhverfismála

Umsjón með að hlíta skilyrðum starfsleyfis

Stjórn á umbótaverkefnum umhverfismála

Undirbúningur verkefna og verkefnastýring umhverfismála

Kostnaðareftirlit og umsjón með gerð og eftirfylgni áætlana

Greining, skýrslugerð og upplýsingagjöf innanhúss og til opinberra aðila

Menntunarkröfur:

Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun

Reynsla af verkefnastjórnun kostur

Verkefnastjóri á verkfræðisviði

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

Verkefnastjórnun margbreytilegra fjárfestingaverkefna

Undirbúningur og greining verkefna

Umsjón með gerð og eftirfylgni kostnaðar- og tímaáætlana

Tímastjórnun, kostnaðar- og gæðaeftirlit

Ýmis konar skýrslugerð og upplýsingagjöf

Þátttaka í þverfaglegum umbótaverkefnu

Menntunarkröfur:

Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun

Reynsla af verkefnastjórnun kostur

Áreiðanleikafræðingur (Reliability Engineer)

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

Gerð fyrirbyggjandi viðhaldsáætlana fyrir framleiðslubúnað og rýni á viðhaldskerfi til að greina tækifæri til umbóta

Greining gagna, skýrslugerð og tölfræðileg úrvinnsla ásamt þróun lykilmælikvarða

Þátttaka í þverfaglegum umbótaverkefnum

Rótargreiningar á bilunum í framleiðslubúnaði

Gæðaeftirlit og tæknilegur stuðningur við verkáætlanadeild og viðhaldsteymi

Tæknilegur stuðningur við undirbúning og lokaúttektir á nýjum framleiðslubúnaði

Menntunarkröfur:

Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun

Reynsla af verkefnastjórnun kostur

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega heldur eru þær geymdar í þrjá mánuði. Þeim er síðan eytt nema þú uppfærir umsóknina og þar með framlengir gildistíma umsóknar.

Hafir þú áður sent inn umsókn sem þú vilt breyta á einhvern hátt getur þú smellt á hlekkinn hér að neðan.Viltu vera í öflugu liði Norðuráls?

Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru ríflega 600, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga með fjölbreytta menntun, iðnaðarmenn og ófaglærðir starfsmenn sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.

 

Ráðningarferli

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.