Laus störf hjá Norðuráli

Við hjá Norðuráli leitum að starfsmönnum í lausar stöður, m.a. í kerskála, steypuskála og á viðhaldssvið.

Við leitum að metnaðar- og ábyrgðarfullum einstaklingum til þess að vinna fjölbreytt störf sem henta jafnt konum sem körlum. Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og sé með gild ökuréttindi.

Upplýsingar er að fá hjá Sigríði Pétursdóttur, ráðningastjóra í síma 4301000.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um á heimasíðu Norðuráls www.nordural.is

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega heldur eru þær geymdar í þrjá mánuði. Þeim er síðan eytt nema þú uppfærir umsóknina og þar með framlengir gildistíma umsóknar.

Hafir þú áður sent inn umsókn sem þú vilt breyta á einhvern hátt getur þú smellt á hlekkinn hér að neðan.Viltu vera í öflugu liði Norðuráls?

Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru ríflega 600, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga með fjölbreytta menntun, iðnaðarmenn og ófaglærðir starfsmenn sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.

 

Ráðningarferli

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.