Umhverfisvænasta
ál í heimi
Íslenskt ál verður sífellt eftirsóttara meðal framleiðenda sem vilja draga úr kolefnisfótspori vöru sinnar, en hvergi í veröldinni er álframleiðsla jafn umhverfisvæn og hér.
Orkan sem álfyrirtæki nota víða um heim er að mestu óendurnýjanleg og henni fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi losnar allt að tífalt minna af CO2 við orkuframleiðslu. Með grænni orku og framúrskarandi framleiðslutækni leggja Íslendingar gríðarlega mikið af mörkum til að sporna gegn mengun í heiminum.
Losun CO2 vegna starfsemi Norðuráls heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og þarf að lúta reglum þess og ná markmiðum um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.