Áfram Ísland og áfram öll börn!

Norðurál styrkir UNICEF um 2 milljónir

Norðurál tók áskorun UNICEF og Alvogen og hét því að styrkja UNICEF um hálfa milljón fyrir hvert mark sem íslenska landsliðið myndi skora á HM í knattspyrnu. Nú er þátttöku Íslands því miður lokið, þrátt fyrir hetjulega frammistöðu, og rétt að standa við stóru orðin.

Samkvæmt útreikningum Norðuráls varð útkoman þessi:

Fyrsta mark Íslands: Alfreð Finnbogason gegn Argentínu á 23. mínútu. 500.000 kr til UNICEF

Annað mark Íslands: Gylfi Þór Sigurðsson gegn Króatíu á 76. mínútu. 500.000 kr þar.

Að auki er deginum ljósara að markvarsla Hannesar Þórs Halldórssonar gegn Lionel Messi er ígildi a.m.k. eins marks. 500.000 krónur renna til UNICEF vegna þeirra meistaratakta.

Enn fremur er í raun ekki sanngjarnt að telja fyrri vítaspyrnu Gylfa Þórs gegn Nígeríu ekki með. Hann var undir gríðarlegu álagi og þar að auki mjög óheppinn. Hún reiknast því sem skorað mark og skilar UNICEF 500.000 krónum til viðbótar.

Heildarframlag Norðuráls er því 2.000.000 króna að þessu sinni. Framlagið nýtir UNICEF áheitin til að útvega leikjakassa sem innihalda fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Þeir eru notaðir á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim, til dæmis fyrir börn á flótta í Sýrland, Írak, Bangladess og Jemen.

Við þökkum fyrir frábæra frammistöðu og skemmtilega keppni!